Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 15:31 Rúben Amorim er að reyna að fóta sig í pressunni sem fylgir því að stýra félagi sem upplifði mikið góðæri um langa hríð undir stjórn Sir Alex Ferguson. Getty/Nick Potts Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki. Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki.
Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira