Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira