„Þetta er beinlínis hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 19:11 Skjáskot úr tveimur myndböndum af athæfi mannsins. Vísir Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira