Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 12:32 Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson leiða saman hesta sína í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Samsett mynd Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö.
Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira