Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2025 23:30 Dómari í inni-bandý í Svíþjóð dæmdi hjá liði sem hann spilaði síðan fyrir. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/R. Wesley Mjög furðulegt mál er komið upp í sænsku deildarkeppninni í inni-bandý. Það lítur út fyrir að einn dómaranna í leik hjá Mölndal hafi spilað fyrir félagið í sömu viku. „Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal. Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
„Þetta er sorgleg vitleysa,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsbergs Bandy, sem hefur skiljanlega sent inn kvörtun. @Sportbladet Pär Billsmon, yfirmaður aga og reglunefndar sænska bandý-sambandsins, virtist koma af fjöllunum þegar Aftonbladet sóttist eftir útskýringu. „Vandamálið er að það er engin góð útskýring til. Þar liggur vandinn. Kannski er ekki einu sinni til regla fyrir þetta en þetta er náttúrulega bara spurningum um heilbrigða skynsemi. Hjá bæði félaginu og leikmanninum. Ég veit ekki til að svona hafi gerst einhvern tímann áður,“ sagði Pär Billsmon. Mölndal Bandy er að berjast fyrir lífi sínu í sænsku b-deildinni. Liðið vann mikilvægan sigur í einum leik en í þeim næsta var einn dómaranna kominn í búning hjá þeim. „Þetta er ekki í lagi og alls ekki gott mál,“ sagði Billsmonn, sem er yfirmaður dómara. Hann tekur ekki þá afsökun gilda að þetta sé vegna skorts á dómurum. Gustavsberg er að berjast við Mölndal á botni deildarinnar og lagði inn kvörtun. Mótanefnd mun fara yfir málið og það má búast við einhvers konar refsingu. „Þessi tengsl hans við liðið er ekki gott. Ef þú ætlar að dæma í sænsku deildinni þá má ekki vera uppi neinn vafi um hvar hollusta þín liggur,“ sagði Leif Engström, liðstjóri Gustavsberg. Hann segir að þetta mál sé enn alvarlegra vegna þess hversu deildin er jöfn. Úrslitin hafa áhrif á mjög mörg lið í deildinni. Mölndal skilur samt ekki í gagnrýninni þar sem félagið taldi sig hafa fengið leyfi fyrir þessu. Þeir voru að glíma við erfiða stöðu og töldu sig vera í fullum rétti. Liðið vantaði leikmann og kallaði á dómarann. „Þetta getur ekki verið vandamál nema ef hann dæmi fleiri leiki eftir þetta. Það væri mun verra ef hann héldi síðan áfram að dæma eftir að hann spilaði fyrir eitt liðið,“ sagði Pär Ringbo, liðstjóri Mölndal.
Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira