Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 09:30 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola hafa mæst reglulega með sín lið Vísir/Getty Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira