Konungurinn miður sín eftir mismælin Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2025 12:42 Karl Gústaf Svíakonungur tilkynnti um nafnið á nýjustu prinsessu landsins í morgun. Myndin er úr safni. EPA Karl Gústaf Svíakonungur er miður sín eftir að hann mismælti sig þar sem hann tilkynnti um nafn nýjasta barnabarns síns og prinsessu Svíþjóðar. Á fréttamannafundi í morgun tilkynnti konungur nafn fjórða barns Karls Filippusar prins og Sofiu prinsessu. Konungurinn sagði á fréttamannafundinum að nafn prinsessunnar væri Inse Marie Lilian Silvia, að hún skyldi ávörpuð Inse, og að hún yrði hertogaynja af Vesturbotni. Í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni kom hins vegar fram að nafn prinsessunnar væri Ines. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungshallarinnar, segir í samtali við sænska fjölmiðla að Karl Gústaf konungur sé mjög leiður að hafa sagt rangt nafn á fréttamannafundinum þar sem meðal annars voru viðstödd Ulf Kristersson forsætisráðherra og Viktoría krónprinsessa, föðursystir nýju prinsessunnar. „Konungurinn er mjög leiður. Hann upplifði það ekki þannig að hann hafi sagt rangt nafn þegar hann las nöfnin, heldur gerði sér grein fyrir því síðar,“ segir Thorgren. Hún segir að konungurinn hafi fengið að vita nafnið skömmu fyrir fréttamannafundinn, en að það gerist stundum að fólk lesi vitlaust. Hann hafi óvart víxlað á stöfum í nafninu. Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015 og eiga fyrir þrjá syni, þá Alexander, Gabríel og Julian. Þeir eru fæddir 2016, 2017 og 2021. Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Á fréttamannafundi í morgun tilkynnti konungur nafn fjórða barns Karls Filippusar prins og Sofiu prinsessu. Konungurinn sagði á fréttamannafundinum að nafn prinsessunnar væri Inse Marie Lilian Silvia, að hún skyldi ávörpuð Inse, og að hún yrði hertogaynja af Vesturbotni. Í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni kom hins vegar fram að nafn prinsessunnar væri Ines. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungshallarinnar, segir í samtali við sænska fjölmiðla að Karl Gústaf konungur sé mjög leiður að hafa sagt rangt nafn á fréttamannafundinum þar sem meðal annars voru viðstödd Ulf Kristersson forsætisráðherra og Viktoría krónprinsessa, föðursystir nýju prinsessunnar. „Konungurinn er mjög leiður. Hann upplifði það ekki þannig að hann hafi sagt rangt nafn þegar hann las nöfnin, heldur gerði sér grein fyrir því síðar,“ segir Thorgren. Hún segir að konungurinn hafi fengið að vita nafnið skömmu fyrir fréttamannafundinn, en að það gerist stundum að fólk lesi vitlaust. Hann hafi óvart víxlað á stöfum í nafninu. Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015 og eiga fyrir þrjá syni, þá Alexander, Gabríel og Julian. Þeir eru fæddir 2016, 2017 og 2021.
Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“