Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Arnór Sigurðsson og John Eustace virðast báðir vera á förum frá Blackburn. Samsett/Getty John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn. Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Blackburn bætti við sig þremur leikmönnum á lokadegi félagaskiptagluggans, síðasta mánudag, og þar með var ekki lengur pláss fyrir alla leikmenn félagsins. Arnór fékk því það ömurlega hlutskipti að vera ekki skráður á lista yfir leyfilega leikmenn á seinni hluta leiktíðarinnar. Arnór segir Blackburn hafa sett sig í „skítastöðu“. Hann hefur glímt talsvert við bæði meiðsli og veikindi á leiktíðinni, og ekki spilað leik síðan 26. október, en er að jafna sig af meiðslum í læri og ætti að geta snúið aftur til keppni fljótlega. Nú er ljóst að það verður ekki með Blackburn en félagaskiptaglugginn í mörgum löndum hefur nú lokast. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Við tókum inn leikmenn og þar með var talan kominn yfir þann fjölda sem við máttum hafa skráða í hópnum,“ sagði Eustace við Lancashire Telegraph. „Með Siggy og meiðslastöðu hans þá var þetta mjög erfið ákvörðun. Hann er með frábært hugarfar. Hann tryggði okkur sigur í byrjun tímabils gegn Oxford og ég er búinn að bíða spenntur eftir að endurheimta hann í von um að hann myndi vinna fleiri leiki fyrir okkur. Í ljósi þess hvernig hann er staddur núna þá er glugginn enn opinn víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þetta gefur honum tækifæri til að fá leiki annars staðar og þá meiri tíma en við hefðum líklega getað boðið honum,“ sagði Eustace og óskaði Arnóri alls hins besta. Stjórinn að taka við Derby Arnór mun áfram geta æft með Blackburn á meðan að hann finnur sér nýtt félag en samningur hans við félagið gildir aðeins til sumarsins. Það er því alveg ljóst að hann spilar ekki meira fyrir Blackburn og líklegast að hann finni sér nýtt félag fljótlega. En það er ekki bara Arnór sem er á förum heldur er stjórinn Eustace einnig sagður á förum frá Blackburn. Derby, sem er í fallsæti í ensku B-deildinni, vill fá Eustace og þrátt fyrir að hann sé með Blackburn í 6. sæti deildarinnar þá er hann sagður vilja taka við Derby, sem hann lék með á sínum tíma. Eustace mun funda með stjórnendum Blackburn í dag og greina þeim frá áhuga sínum á að hætta til að taka við Derby, og samkvæmt Lancashire Telegraph ætti það að geta gengið hratt fyrir sig. Blaðið segir jafnframt að Matt Gardiner og Keith Downing fylgi líklega Eustace en að það komi væntanlega í hlut Damien Johnson og David Lowe að stýra Blackburn tímabundið þar til að nýr stjóri verði ráðinn.
Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira