„Fólk má alveg dæma mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 09:04 Ange Postecoglou var brúnaþungur í gær enda hefur gengi Tottenham verið afleitt. Getty/Catherine Ivill Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“ Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Á aðeins örfáum dögum lauk báðum bikardraumum Tottenham en liðið steinlá gegn Liverpool á fimmtudaginn, 4-0, í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarins og tapaði svo 2-1 gegn Aston Villa í enska bikarnum í gær. Einu vonir Tottenham um titil á leiktíðinni eru því í Evrópudeildinni en liðið situr í 14. sæti af 20 liðum ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tíu stigum frá fallsæti eftir 24 umferðir en 29 stigum frá toppliði Liverpool. Stuðningsmenn Tottenham hafa helst kosið að láta spjótin beinast að Daniel Levy, eiganda Tottenham, fyrir að leggja ekki nógu mikið í leikmannakaup. Segir leikmenn hafa staðið sig einstaklega vel Postecoglou hefur sjálfur ítrekað kennt miklum meiðslum um þetta slæma gengi í vetur. Aðspurður hvort að það væri aðeins hægt að dæma hans frammistöðu þegar allir lykilmenn yrðu tiltækir að nýju svaraði hann: „Fólk má alveg dæma mig. Það getur sagt að ég hafi skilað slæmu starfi, ráði ekki við þetta eða hvað sem er. Það er í góðu lagi. Það sem ég er hins vegar að segja er að það er ekki hægt að gagnrýna frammistöðu leikmanna á þessum tímapunkti. Ef að menn ætla að dæma út frá því sem þeir eru að gera akkúrat núna, án þess að taka tillit til þeirra öfgafullu aðstæðna sem þeir eru í núna, þá yrði sú greining bjöguð og ekki hlutlaus,“ sagði Postecoglou og hélt áfram. „Ef að það er gert til þess að losna við mig þá er það bara þannig. Flott hjá ykkur. Geri það endilega. En þessi hópur af leikmönnum hefur staðið sig með framúrskarandi hætti síðustu tvo og hálfan mánuð.“
Enski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira