Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:33 Úr safni frá fundi deiluaðila með ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að verkfall Kennarasambandsins í Snæfellsbæ sé ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Kennarasambandið þurfi að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. „Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.“ Verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitenda Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands, en þau kröfðust þess að verkföllin yrðu dæmd ólögmæt. SÍS taldi að verkföllin brytu í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði einnig mál gegn Kennarasambandinu í október, en á öðrum forsendum en í þetta skipti. Þá töldu þau boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Félagsdómur dæmdi verkföllin þá lögmæt og sýknaði KÍ af kröfum SÍS. Sjá: Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Fréttin hefur verið uppfærð Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Snæfellsbær Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að verkfall Kennarasambandsins í Snæfellsbæ sé ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Kennarasambandið þurfi að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. „Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.“ Verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitenda Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands, en þau kröfðust þess að verkföllin yrðu dæmd ólögmæt. SÍS taldi að verkföllin brytu í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði einnig mál gegn Kennarasambandinu í október, en á öðrum forsendum en í þetta skipti. Þá töldu þau boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Félagsdómur dæmdi verkföllin þá lögmæt og sýknaði KÍ af kröfum SÍS. Sjá: Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Fréttin hefur verið uppfærð
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Snæfellsbær Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira