Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 13:04 Ásgeir Jónsson hefur verið formaður handknattleiksdeildar FH undanfarin ellefu ár. Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson HSÍ Handbolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
HSÍ Handbolti Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira