„Það er allt á floti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:34 Nú vinnur Ingibjörg að því að ausa vatni úr húsinu. ingibjörg Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. „Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins. Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Eins og staðan er núna er allt inni í eldhúsinu og stofunni ónýtt. Við erum bara í því að ausa út vatni úr öllum fötunum. Þær fyllast frekar hratt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Líkt og sjá má hefur mikið lekið inn í húsið.ingibjörg Ingbjörg og fjölskylda keyptu húsið 2017 og fluttu inn í lok árs 2022. Þau voru nýbúin að gera það upp, þar með talið eldhúsið og stofuna. Að sögn Ingibjargar var húsið byggt í tveimur hlutum, annars vegar á fimmta áratug síðustu aldar og hins vegar á þeim sjöunda. Þakið fór á þeim hluta hússins sem er frá sjöunda áratugnum, og nú er verið að vernda hlutann sem er frá þeim fimmta. „Loftaþiljurnar hrundu vegna vatnsþunga. Það er allt á floti. Þakplöturnar fóru í kviðunni í nótt, og svo byrjaði smá leki í morgun, og í kringum ellefu eða tólf þá fór allt á flot, og svo hefur bara bæst við ef eitthvað er í vatnsþungann.“ Ingibjörg var búin að taka alla minni lausamuni úr stofunni, en stærri húsgögn lentu verr í því. „Þau eru bara gegnsósa, sófinn og allar innréttingarnar og allt það.“ Húsið var nýuppgert.ingibjörg Vatninu er safnað saman í fötur og önnur ílát.ingibjörg Veðrið er enn bandbrjálað fyrir austan, og rauð viðvörun enn í gildi. Því er enn ekki mögulegt að fara upp á þak og skoða stöðuna eða loka fyrir. Unnusti Ingibjargar er slökkviliðsmaður. Hann er búinn að vera að hjálpa öðrum íbúum í Stöðvarfirði í dag. Svo er ófært og því hefur ekki verið hægt að fá mannafla frá öðrum fjörðum. Núna er Ingibjörg ásamt vinkonu sinni að ausa vatninu út til þess að reyna að koma í veg fyrir að það leki í aðra hluta hússins.
Fjarðabyggð Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira