Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 13:17 Newcastle-menn slógu Arsenal út með samtals 4-0 sigri í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Getty/Alex Dodd Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54