Arteta vonsvikinn Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 12:31 Mikel Arteta ræðir hér við sína menn Vísir/Getty Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga. Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Vonir stuðningsmanna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja framherja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið krossband og þá er Bukayo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Havertz hefur borið hitann og þungann sem framherji liðsins upp á síðkastið. Arsenal kannaði ýmsa möguleika í félagsskiptaglugganum, gerði meðal annars tilboð í Ollie Watkins framherja Aston Villa og könnuðu möguleikann á því að sækja Mathys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Tottenham á láni út tímabilið. Arsenal mætir Newcastle United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins og á blaðamannafundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir vonbrigðum sínum. „Við vorum með skýr markmið. Að leita leiða til þess að bæta leikmannahópinn með ákveðinni týpu af leikmönnum. Við náðum því ekki og erum því vonsviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leikmönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaðamannafundinum. Aðspurður hvort hann væri sérstaklega pirraður út í þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við framherja svaraði Arteta því neitandi. „Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lærdóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við einhvern eða ekki. Við munum líklegast fá svar við þeirri spurningu í lok tímabilsins.“ Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúrslitum deildarbikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira