Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 10:16 Pétur Ingvarsson gerði Keflavík að bikarmeistara í fyrra. vísir/Vilhelm Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11