Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2025 11:02 Lebron spilaði á móti Clippers í gær. Doncic var á svæðinu en spilaði ekki. Hann er að jafna sig á kálfameiðslum Vísir/Samsett mynd Lebron James, stjörnuleikmaður NBA liðs Los Angeles Lakers segir það enn súrealískt fyrir sig að sjá Luka Doncic mættan til Lakers. Doncic var hluti af sögulegum skiptum í NBA deildinni. Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan: NBA Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem sendu Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks en auk Luka fengu Lakers kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Lebron, sem er einn besti körfuboltamaður allra tíma, segir að það muni vera sérstakt að spila við hlið Doncic með Los Angeles Lakers. „Það verða mörg augu á okkur,“ sagði Lebron við fjölmiðla aðspurður um viðbrögð sín, „Hlustið á mig. Luka er stór leikmaður. Hann er aðeins 25 ára gamall, ekki kominn á sitt besta skeið á ferlinum og nú þegar hefur hann gert stórbrotna hluti í deildinni. Ég er ánægður með að hafa hann hér í Los Angeles. Þetta er enn dálítið súrealískt í fullri hreinskilni sagt.“ "Listen, Luka [Doncic] is a big-time player. 25 years old, hasn't even reached his prime yet, and he's done some amazing sh*t in our league already... I'm happy to have him, and LA is happy to have him."LeBron James on his new running-mate Luka Doncic 🔥pic.twitter.com/CSOTDtXUiW— ClutchPoints (@ClutchPoints) February 5, 2025 Og Doncic sjálfur var undrandi á skiptunum. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu undrandi ég var. Ég þurfti að kanna hvort það væri 1.apríl. Ég trúði þessu ekki.“ Los Angeles Lakers bar 25 stiga sigur úr býtum, 122-97, gegn nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers í nótt. Doncic var ekki með liði Lakers í leiknum, hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa en forráðamenn liðsins búast við því að hann geti leikið sinn fyrsta leik með liðinu síðar í mánuðinum. Tekin var góð og ítarleg umræða um skiptin í Lögmáli Leiksins á Stöð 2 Sport á dögunum. Umræðuna má sjá hér fyrir neðan:
NBA Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira