Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:36 Dagur Sigurðsson gerði það sem til var ætlast með króatíska liðið - vann verðlaun á stórmóti. Getty/Soeren Stache „Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið. Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30
Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00