„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:26 Vatn hefur flætt úr pollinum við Hringhamar ofan í nálæg undirgöng sem eru eins og sjá má næstum alveg full. Vænta má að vatnið nái tveggja metra dýpt inni í göngunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Slökkvilið Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Slökkvilið Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent