Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:30 Chloe Kelly hefur verið mikið á bekknum hjá Manchester City í vetur og er nú farin á láni til Arsenal. Getty/Alex Livesey Chloe Kelly er farin á láni til Arsenal frá Manchester City eftir ljótan viðskilnað við City. Kelly, sem tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn árið 2022, hefur sakað forráðamenn Manchester City um mannorðsmorð. Guardian segir frá. Kelly hefur verið í fréttum síðustu daga þar sem hún reyndi að komast í burtu frá City þar sem hún hefur fengið lítið að spila. Daginn áður en fréttist af félagsskiptum hennar til Arsenal þá sendi hún frá sér tilfinnanríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hún í raun grátbað að fá að komast í burtu. Hún vildi fá spilatíma til að geta unnið sér sæti í enska landsliðinu á EM í sumar. Kelly talaði um það að finna gleðina á ný og losna úr þvingandi aðstæðum hjá City. Hún hefur verið út í kuldanum þar og aðeins komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu. Heimildarmenn ESPN segja að Manchester City hafi komið í veg fyrir að Kelly færði sig yfir til nágranna þeirra í Manchester United. Eftir að ljóst var að Kelly færi til Arsenal þá skrifaði hún annan pistil og nú var tóninn allur annar. „Ég er svo vonsvikin að komast að því í kvöld að það er fólk hjá þessum klúbbi sem eru að láta blaðamenn fá upplýsingar til að nota gegn mér,“ skrifaði Chloe Kelly. „Þau hafa hringt í blaðamann til að þeir getið vegið að mínu mannorði með því að birta neikvæðar og falskar fréttir um mig í fjölmiðlum. Við konur þurfum að passa upp á hvora aðra og byggja okkur upp í stað þess að brjóta hverja aðra niður. Ekki skjóta hverja aðra niður til að þjónusta okkar vinnuveitendum. Til þeirra sem bera ábyrgð á þessu þá er ég afar vonsvikin,“ skrifaði Kelly. View this post on Instagram A post shared by Isha | Football ⚽️ (@ishaonthefield) Enski boltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira
Kelly, sem tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn árið 2022, hefur sakað forráðamenn Manchester City um mannorðsmorð. Guardian segir frá. Kelly hefur verið í fréttum síðustu daga þar sem hún reyndi að komast í burtu frá City þar sem hún hefur fengið lítið að spila. Daginn áður en fréttist af félagsskiptum hennar til Arsenal þá sendi hún frá sér tilfinnanríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hún í raun grátbað að fá að komast í burtu. Hún vildi fá spilatíma til að geta unnið sér sæti í enska landsliðinu á EM í sumar. Kelly talaði um það að finna gleðina á ný og losna úr þvingandi aðstæðum hjá City. Hún hefur verið út í kuldanum þar og aðeins komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu. Heimildarmenn ESPN segja að Manchester City hafi komið í veg fyrir að Kelly færði sig yfir til nágranna þeirra í Manchester United. Eftir að ljóst var að Kelly færi til Arsenal þá skrifaði hún annan pistil og nú var tóninn allur annar. „Ég er svo vonsvikin að komast að því í kvöld að það er fólk hjá þessum klúbbi sem eru að láta blaðamenn fá upplýsingar til að nota gegn mér,“ skrifaði Chloe Kelly. „Þau hafa hringt í blaðamann til að þeir getið vegið að mínu mannorði með því að birta neikvæðar og falskar fréttir um mig í fjölmiðlum. Við konur þurfum að passa upp á hvora aðra og byggja okkur upp í stað þess að brjóta hverja aðra niður. Ekki skjóta hverja aðra niður til að þjónusta okkar vinnuveitendum. Til þeirra sem bera ábyrgð á þessu þá er ég afar vonsvikin,“ skrifaði Kelly. View this post on Instagram A post shared by Isha | Football ⚽️ (@ishaonthefield)
Enski boltinn Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira