Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2025 20:01 Jónsi ávarpaði salinn og tók lagið. Mummi Lú Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira
Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er “Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna” og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Á opnunarhátíðinni var var auglýsing vitundarvakningarinnar 2025, frumsýnd, og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks og dyrnar opnaðar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í Rammagerðinni. DJ Dóra Júlía hélt uppi stuðinu, en auk þess stigu Jónsi, Hipsumhaps og Una Torfa á svið. Una Torfa tók lagið.Mummi Lú „Húfur til heiðurs systur minni og í hennar anda“ Vitundarvakningin er stærsta fjáröflun félagsins og er Lífið er núna húfan mikilvægur hluti átaksins. Í ár er hönnun húfunnar innblásin af verkum listakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður Krafts og stórkostlegur prjónahönnuður. Tóta var 31 árs þegar hún lést árið 2021 en það var Vala systir hennar sem ákvað að þar með lyki ekki hennar sögu. Sem hluti af því ferli tóku Vala og Kraftur höndum saman og húfurnar í ár heiðra minningu Tótu. „Það er okkur hjá Krafti heiður að hafa fengið að nýta innblástur frá verkum Tótu Van Helzing við hönnum á nýju Lífið er núna-húfunni og munum við bjóða uppá Tótu Van Helzing sýningu „HOUSE OF VAN HELZING“ í Rammagerðinni á meðan vitundarvakningu okkar stendur, til 12. febrúar", segir Katrín Petersen, markaðs- og samskiptastjóri Krafts. Vala eins og hún er alltaf kölluð, bjó hinum megin á hnettinum þegar hún fékk símtal um miðja nótt frá systur sinni sem þá lá á spítala og sagði henni að hún hefði greinst með þrjú heilaæxli. Vala lýsir því að systir hennar hafi verið hennar uppáhalds manneskja í lífinu og þessar fréttir hafi verið yfirþyrmandi, líkt og fram kemur á vef átaksins. Vala ávarpaði hópinn.Mummi Lú Vala ákvað að pakka saman lífi sínu í Ástralíu og fékk leyfi til að ferðast yfir hnöttinn heim til Íslands í miðjum Covid faraldri og var komin heim á annan í jólum. Tóta systir hennar fór í aðgerð 28. desember þar sem stærsta æxlið var fjarlægt en þetta var upphafið að löngu og erfiðu ferli. Vala tók að sér að vera stoð systur sinnar og fór með henni í allar læknisheimsóknir, skrifaði niður það sem sagt var, skipulagði meðferðir og sá til þess að hún hefði allt sem hún þurfti. Tóta lést í fangi systur sinnar þann 3. desember 2021, þá nýorðin 31 árs. Við fengum aldrei tækifæri að ná einhverri yfirhönd í þessu verkefni, segir Vala. Fleiri myndir frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú Mummi Lú
Samkvæmislífið Krabbamein Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Sjá meira