Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Hlín Eiríksdóttir átti tvö frábær ár með Kristianstad og var með 26 mörk og 11 stoðsendingar á tveimur tímabilum. @kristianstadsdff Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Enski boltinn Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira