Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 13:32 Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska liðið í undanúrslit á HM. Það ræðst í kvöld hvort liðið mun spila um brons eða gull á mótinu. Getty/Sanjin Strukic „Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn. Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn