Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Aron Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 15:30 Áhugaverður bardagi í vændum milli Gunnars og Kevin Holland Vísir/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum mæta Kevin Holland í bardagabúrinu á vegum UFC á O2 leikvanginum London þann 22.mars næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp MMA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp
MMA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira