Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2025 14:33 Will Ferrell og Rachel McAdams í hlutverkum sínum í Eurovision myndinni sem tekin var upp hér á landi. Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision. Þessu greindi leikarinn frá í spjallþætti breska sjónvarpsmannsins Graham Norton um helgina. Eurovision myndin var gefin út á Netflix og hverfðist um íslensku Eurovision keppendurna Lars Erickssong og Singrit Ericksdottir. Will Ferrell fór með hlutverk Lars og Rachel McAdams með hlutverk Singritar auk þess sem Ferrell átti hugmyndina og skrifaði handritið. Aðalsögusvið myndarinnar á Íslandi var heimabær persónanna í Húsavík auk þess sem samnefnda lagið Husavik naut gríðarlegra vinsælda. Íbúar í bænum sögðu í samtali við fréttastofu í kjölfar frumsýningar myndarinnar í júní hafa fundið fyrir auknum áhuga ferðamanna á bænum. Nú er búið að koma þar fyrir álfabyggð og Eurovision safni og ljóst að áhuginn mun ekki minnka eftir að söngleikur verður settur á svið. Í rannsóknarvinnu í Malmö Í þætti spjallþáttastjórnandans Graham Norton sem einmitt sjálfur lýsir keppninni í Bretlandi sagðist Will Ferrell hafa verið viðstaddur Eurovision í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Það er ekki fyrsta keppnin sem hann er viðstaddur enda mikill aðdáandi. „Við erum að reyna að þróa þetta í Broadway söngleik. Við fórum með lagahöfundi og leikstjóra [á Eurovision] þar sem þeir höfðu aldrei séð keppnina. Það vill svo til að konan mín er sænsk, þannig að Malmö Svíþjóð, Eurovision og hér erum við!“ Husavik var meðal annars tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sanden mætti til Húsavíkur þar sem sérstakt myndband var tekið upp af því tilefni með Húsvíkingum. Ferrell hefur áður sagt að þegar hann hafi fyrst séð keppnina hafi hann einfaldlega setið þögull í þrjá tíma. Hann hafi verið gjörsamlega gáttaður og yfir sig hrifinn. „Þetta fór úr stórkostlegum atriðum til algjörlega fáránlegra og ég man ég sat á þessari stundu og hugsaði bara: „Þetta væri frábær bíómynd en ég bjóst við því að einhver í Evrópu hefði þegar gert þetta.“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti Húsavík stuttu eftir frumsýningu Eurovision myndarinnar árið 2020. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Þessu greindi leikarinn frá í spjallþætti breska sjónvarpsmannsins Graham Norton um helgina. Eurovision myndin var gefin út á Netflix og hverfðist um íslensku Eurovision keppendurna Lars Erickssong og Singrit Ericksdottir. Will Ferrell fór með hlutverk Lars og Rachel McAdams með hlutverk Singritar auk þess sem Ferrell átti hugmyndina og skrifaði handritið. Aðalsögusvið myndarinnar á Íslandi var heimabær persónanna í Húsavík auk þess sem samnefnda lagið Husavik naut gríðarlegra vinsælda. Íbúar í bænum sögðu í samtali við fréttastofu í kjölfar frumsýningar myndarinnar í júní hafa fundið fyrir auknum áhuga ferðamanna á bænum. Nú er búið að koma þar fyrir álfabyggð og Eurovision safni og ljóst að áhuginn mun ekki minnka eftir að söngleikur verður settur á svið. Í rannsóknarvinnu í Malmö Í þætti spjallþáttastjórnandans Graham Norton sem einmitt sjálfur lýsir keppninni í Bretlandi sagðist Will Ferrell hafa verið viðstaddur Eurovision í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Það er ekki fyrsta keppnin sem hann er viðstaddur enda mikill aðdáandi. „Við erum að reyna að þróa þetta í Broadway söngleik. Við fórum með lagahöfundi og leikstjóra [á Eurovision] þar sem þeir höfðu aldrei séð keppnina. Það vill svo til að konan mín er sænsk, þannig að Malmö Svíþjóð, Eurovision og hér erum við!“ Husavik var meðal annars tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sanden mætti til Húsavíkur þar sem sérstakt myndband var tekið upp af því tilefni með Húsvíkingum. Ferrell hefur áður sagt að þegar hann hafi fyrst séð keppnina hafi hann einfaldlega setið þögull í þrjá tíma. Hann hafi verið gjörsamlega gáttaður og yfir sig hrifinn. „Þetta fór úr stórkostlegum atriðum til algjörlega fáránlegra og ég man ég sat á þessari stundu og hugsaði bara: „Þetta væri frábær bíómynd en ég bjóst við því að einhver í Evrópu hefði þegar gert þetta.“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti Húsavík stuttu eftir frumsýningu Eurovision myndarinnar árið 2020.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07 Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31 Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Fór þetta fram hjá þér í nýju Eurovision-myndinni? Samantekt um ýmislegt sem áhorfendur myndarinnar gætu hafa misst af. 3. júlí 2020 09:07
Gefa út íslenska útgáfu af laginu Húsavík „Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg.“ 21. júlí 2020 14:31
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30