26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 12:32 Pétur Karl Guðmundsson var fyrstu NBA leikmaðurinn til að spila í íslensku deildinni eftir að hafa verið í NBA en Kurk Lee var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að afreka slíkt. Samsett Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti. Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli. Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli.
Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira