Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 09:33 Dagur Sigurðsson sést hér stýra króatíska landsliðinu á HM. Nú er hann bara einum leik frá því að spila um gullið. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti