Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 23:15 Það var létt yfir Arne Slot í heimalandinu í kvöld, enda engin pressa á Liverpool fyrir lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Getty Stjórinn Arne Slot nýtur þeirra forréttinda að geta veitt öllum helstu stjörnum Liverpool hvíld annað kvöld, í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og ætlar að nýta sér það. Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Liverpool mætir PSV Eindhoven í Hollandi á morgun, þegar allir 18 leikirnir í lokaumferð Meistaradeildarinnar verða spilaðir á sama tíma (klukkan 20 að íslenskum tíma). Aðeins Barcelona gæti náð Liverpool að stigum og því gæti Liverpool í versta falli endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Efstu átta liðin í deildarkeppninni fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Þar að auki hefur þegar verið ákveðið að nokkru leyti hvernig leið hvers liðs verður í úrslitaleikinn, og munu liðin í 1.-2. sæti til að mynda mæta einhverju liðanna sem enda í 15.-18. sæti. Þetta veit Slot og þess vegna eru menn eins og Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og fleiri ekki að fara að spila neitt á morgun. Alisson Becker, Ibrahima Konate, Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Luis Diaz eru ekki heldur í 21 manna leikmannahópi Liverpool á morgun, né heldur Joe Gomez sem sneri aftur til æfinga eftir meiðsli í dag. Diogo Jota og Curtis Jones eru meiddir. Tók sinn tíma að skilja nýja fyrirkomulagið Í leikmannahópi Liverpool eru því mörg minna þekkt nöfn en hópinn skipa: Kelleher, Jaros, Davies, Bradley, Mabaya, Quansah, Nallo, Robertson, Tsimikas, Norris, Endo, McConnell, Morton, Nyoni, Elliott, Morrison, Nunez, Chiesa, Gakpo, Danns, Kone-Doherty. „Það hefur tekið sinn tíma fyrir mig að skilja nýja fyrirkomulagið en ég er núna hundrað prósent viss um að það skipti ekki máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti, því það er öruggt að við mætum liði úr 15., 16., 17. eða 18. sæti og svo er dregið,“ sagði Slot á blaðamannafundi í kvöld. „Við getum ekki sogast niður í 3. sæti. Það hefur því engin áhrif á töfluna en við munum reyna að vinna. Eins og vitur maður sagði eitt sinn við mig þá græðum við aldrei á að tapa leik,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira