Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 18:40 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn í höllinni í Zagreb í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira