Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 14:31 Atli Guðnason í baráttu við gamla landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason í einum af 285 leikjum sínum í efstu deild. vísir/bára FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Atli var gestur í Bítinu á Bylgjunni ásamt Silju Úlfarsdóttur sem aðstoðar hann í þessu verkefni. Tilgangurinn með því er að fá stráka á framhaldsskólaaldri (16-19 ára) til að mæta á fótboltaæfingar tvisvar í viku. Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem eru hættir eða ekki tilbúnir að stunda fótbolta af fullum krafti. „Ég er búinn að eiga svo mörg samtöl við fólk, bæði foreldra og unglinga sem eru hættir, en langaði kannski ekkert að hætta. Það eru eiginlega bara tvær leiðir í fótbolta. Annað hvort engin æfing eða afreksþjálfun. Nú erum við að bjóða upp á að unglingsdrengir geti komið tvisvar í viku og spilað fótbolta,“ sagði Atli í Bítinu. Silja Úlfarsdóttir, fyrrverandi afrekskona í spretthlaupi, aðstoðar Atla með verkefnið.vísir/vilhelm „Það er bara þessi gamli góði bumbubolti. Það er bara skipt í tvö lið og spilað. Bara hafa gaman, tilheyra hópi og komast út. Markmið verkefnisins er að hafa gaman.“ Atli segir ýmsar ástæður fyrir því að drengir hætta að æfa fótbolta. „Þeir hafa kannski ekki fundið fyrir trausti og það sé vilji fyrir að þú sért þarna. Það eru margir sem tala um að þeim sé ýtt til hliðar til að koma öðrum að. Það er stærsti hópurinn sem hættir sem finnur fyrir því,“ sagði Atli. Að sögn Silju er ekki einu sinni nauðsynlegt að hafa æft fótbolta til að mæta á æfingarnar. „Okkur langar bara að ná ungum strákum, byrjum á þeim því þetta er tilraunaverkefni, Við erum forvitin hvort við getum búið til eitthvað með þetta og vonandi geta önnur lið hermt eftir. Þetta er samt ekki á vegum FH en við erum bæði með tengingu við þá og fengum fría aðstöðu þar,“ sagði Silja. Atli vonast til að strákum á æfingunum fjölgi. „Það vantar hvatningu fyrir þessa drengi. Þeir eru kannski flestir ekki með sjálfstraustið í botni. Þeir sem hafa mætt eru kannski með mesta sjálfstraustið. Það vantar að hjálpa krökkunum af stað,“ sagði Atli. Atli varð sex sinnum Íslandsmeistari með FH.vísir/bára Hann segir að strákarnir á æfingunum sem hann stendur fyrir geti svo tekið næsta skref. Atli nefndi dæmi um þjálfara sem hafði samband við hann út af strák sem var á æfingum hjá honum. „Nú er einn búinn að fá símtal frá fyrrverandi þjálfara sem sendi á mig í gærkvöldi. Hann er kominn aftur í félag. Markmiðið er að koma þessum krökkum aftur af stað. Þetta er fyrsta skrefið. Ég hef alveg stærri drauma í þessu. Ég væri alveg til í að íþróttafélög hugsuðu um krakka til 22 ára; ekki bara átján ára og þá er þér hent út,“ sagði Atli. Æfingarnar eru sem fyrr sagði tvisvar í viku í Risanum í Kaplakrika, klukkan 19:00 á miðvikudögum og klukkan 12:00 á sunnudögum. Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Framhaldsboltinn. Hlusta má á viðtalið við Atla og Silju í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn FH Bítið Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira