Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Þarf íslenska liðið að spila hraðari bolta? Tölfræðin sýnir að Ísland var í hópi þeirra þjóða sem náðu fæstum sóknum að meðaltali í leik. Vísir/Vlhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira