„Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 10:32 Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Hlaðfrétta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að hún hafi enn miklar skoðanir á íslenskri pólítík og það sé oft erfitt að „halda í sér“ þegar hún fylgist með þjóðfélagsumræðunni. Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira