Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:40 David Coote gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni sem leiddi til brottrekstrar hans sem dómari í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Fyrrum knattspyrnudómarinn David Coote hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en Coote var rekinn af ensku úrvalsdeildinni í desember fyrir margvísleg brot á samningi. David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
David Coote var rekinn sem dómari í ensku úrvalsdeildinni í byrjun desember eftir að rannsókn vegna margvíslegra brota hans lauk. Ítarleg rannsókn var sett af stað á hegðun Coote eftir ítrekuð vandræðamál tengd honum. Myndband af Coote þar sem hann urðaði yfir Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, fór í dreifingu og sömuleiðis myndband þar sem Coote sást sjúga hvítt duft upp í nefið en það var tekið degi eftir að Coote var myndbandsdómari á leik í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í sumar. Í viðtali við The Sun sem birtist í kvöld segist Coote hafa fundið fyrir mikilli skömm vegna kynhneigðar sinnar á unglingsárum. Coote greinir frá því í viðtalinu að hann sé samkynhneigður. Hann segist hafa byrjað að nota eiturlyf af ótta við að koma út úr skápnum en í yfirlýsingu sinni segir Coote að hann hafi komið út úr skápnum gagnvart foreldrum sínum þegar hann var tuttugu og eins árs og gagnvart vinum sínum fjórum árum síðar. „Kynhneigð mín er ekki eina ástæðan fyrir því að ég kom mér í þessa stöðu. En ég er ekki að segja réttu söguna ef ég segi ekki frá því að ég sé samkynhneigður og að ég hafi átt í miklum vandræðum vegna þess að ég hef reynt að fela það.“ „Ég faldi tilfinningar mínar sem ungur dómari og kynhneigð mína sömuleiðis. Góður eiginleiki hjá dómara en hræðilegur eiginleiki manneskju“ segir ennfremur í yfirlýsingu Coote. Hann segir þetta hafa leitt hann á braut alls konar vafasamrar hegðunar. Þakkar dómarasamtökunum og Howard Webb Í yfirlýsingu sem birtist á vef Sky Sports biðst Coote afsökunar á hegðun sinni. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil í lífi mínu. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum sem eru ekki í samræmi við það sem búist er við af mér. Mér þykir sannarlega leitt að hafa sært fólk og vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem hegðun mín orsakaði um leikinn sem ég elska.“ Hann segir að myndböndin sýni atvik úr hans einkalífi og hafi verið tekin þegar hann var á vondum stað í sínu lífi. Hann segir þau ekki endurspegla skoðanir hans eða hugsanir. „Ég mun núna einbeita mér að andlegri heilsu minni og vellíðan. Ég vona að reynsla mín, bæði innan og utan vallar, geti nýst í knattspyrnunni einhvern tíman í framtíðinni.“ Þá þakkar hann fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðning á síðustu vikum. Hann nefnir einnig dómarasamtökin á Englandi, fyrrum kollega sína og Howard Webb yfirmann dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira