Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 08:33 Íslenska liðið tapaði aðeins einum leik á HM 2025. En það tap reyndist rándýrt. vísir/vilhelm Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla. Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Fá alþjóðasambönd í íþróttum virðast hafa meira yndi af því að hræra í mótafyrirkomulaginu á HM og IHF, Alþjóða handknattleikssambandið. Frá því liðum var fjölgað úr 24 í 32 á HM 2021 hefur mótafyrirkomulagið verið eins, það er á þremur mótum í röð; á HM 2021, 2023 og 2025 sem enn stendur yfir. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum. Þrjú efstu liðin fara áfram í milliriðla en liðin í 4. sæti riðlanna átta fara í Forsetabikarinn. Liðin sem komast upp úr riðlunum taka með sér stigin gegn liðunum sem fylgdu þeim áfram og spila svo þrjá leiki í milliriðli. Þeir eru fjórir talsins og tvö efstu liðin í þeim komast í átta liða úrslit. Hassan Moustafa og félagar hjá IHF eru ófeimnir við að krukka í fyrirkomulaginu á HM.getty/Jan Woitas Í þeim tólf milliriðlum sem hefur verið spilað í frá HM 2021 hafa átta stig alltaf dugað til að komast í átta liða úrslit, nema hjá Íslandi í ár. Sem kunnugt er enduðu Króatar, Egyptar og Íslendingar allir með átta stig í milliriðli 4. Íslenska liðið sat hins vegar eftir sökum lökustu markatölunnar í innbyrðis viðureignum. Sex marka tapið gegn Króatíu, sem var jafnframt eina tap Íslands á mótinu, reyndist rándýrt. Til að auka enn á svekkelsið hafa lið komist áfram með sjö og jafnvel sex stig síðan nýja fyrirkomulagið var tekið upp fyrir fjórum árum. Á HM 2023 komst Ungverjaland til að mynda áfram með sex stig. Ísland fékk einnig sex stig en Ungverjaland vann leik liðanna í riðlakeppninni og endaði þar af leiðandi ofar. Katar komst einnig áfram með sex stig á HM 2021 og Egyptaland með sjö stig á sama móti. Ungverjar nýta stigin sín vel á HM ef svo má segja.getty/Vjeran Zganec Rogulja Ungverjar komust einnig áfram í ár með sjö stig en þeir hefðu orðið mótherjar Íslendinga í átta liða úrslitum ef okkar menn hefðu fengið stig gegn Króötum eða tapað með minna en þriggja marka mun fyrir þeim. Eða ef Slóvenar hefðu krækt í stig gegn Króötum í gær og rétt Íslendingum þar með hjálparhönd. Ísland endaði í 9. sæti á HM. Liðið var til að mynda ofar en Noregur (10.), Slóvenía (13.), Svíþjóð (14.) og Spánn (18.). Íslendingar hafa ekki endað ofar á heimsmeistaramóti síðan 2011 þegar 6. sætið var niðurstaðan. Keppni í átta liða úrslitum á HM hefst í dag. Þá mætast Króatía og Ungverjaland annars vegar og Frakkland og Egyptaland hins vegar. Á morgun eigast svo heimsmeistarar Danmerkur og Brasilía við og Portúgal og Þýskaland.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02 Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. 27. janúar 2025 13:02
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31
HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. 27. janúar 2025 08:03
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31