Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 13:35 Tijjani Reijnders fagnar jöfnunarmarki sínu í uppbótartíma en þá var enn tími fyrir AC Milan til að skora sigurmark. Getty Stuðningsmenn ítalska stórveldisins AC Milan eru hundóánægðir með bandaríska eigandann Gerry Cardinale og beittu nýrri aðferð til að láta óánægju sína í ljós í dag, í heimaleik gegn Parma. Þeir ættu hins vegar að geta glaðst yfir úrslitum leiksins. Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Heitustu stuðningsmenn Milan, eða Milan ultras, ákváðu að steinþegja á leiknum í dag til að mótmæla eignarhaldi Cardinale. Þess vegna heyrðist aðeins ómurinn af stuðningssöngvum þeirra sem fylgt höfðu Parma á leikinn, í frekar undarlegu andrúmslofti á San Siro samkvæmt ítölskum miðlum. Hvort þessi hegðun stuðningsmanna hafði einhver áhrif á leikinn er óvíst en honum lauk með hádramatískum 3-2 sigri Milan. Parma komst yfir í tvígang, með mörkum frá Matteo Cancellieri og Enrico Delprato. Christian Pulisic, landi eigandans Cardinale, jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu á 38. mínútu en Parma komst í 2-1 þegar tíu mínútur voru eftir. Tvö mörk frá Milan í uppbótartíma Stuðningsmenn Milan klöppuðu þá í kaldhæðni fyrir eigendum félagsins en enn átti nóg eftir að gerast. Strahinja Pavlovic virtist hafa jafnað metin á 88. mínútu, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í staðinn náði Tijjani Reijnders að jafna eftir stungusendingu í uppbótartíma, og enn var tími til stefnu fyrir sigurmark. Parma sendi marga menn fram og var nálægt því að skora en í staðinn brunuðu heimamenn fram í skyndisókn og Samuel Chukwueze náði að koma boltanum í netið og tryggja Milan 3-2 sigur, fyrir framan Kyle Walker sem var áhorfandi á leiknum í dag eftir komuna frá Manchester City. Eftir sigurinn er Milan með 34 stig í 6. sæti deildarinnar en Parma er í 16. sæti með 20 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina. 25. janúar 2025 11:47