„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 20:31 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluaðila vera langt frá því að ná saman. Vísir/Ívar Fannar Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57