Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:30 Orri Freyr Þorkelsson hefur nýtt færin sín frábærlega á mótinu til þessa og fékk líka mikið hrós í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Sjá meira