„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:39 Systkinin sátt. Vísir/Vilhelm „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Ísland var 13-9 yfir eftir fyrri hálfleik og hleypti Egyptum aldrei of nærri sér í seinni hálfleik, og vann að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Liðið er því efst í milliriðli IV með sex stig og í góðri stöðu upp á að komast í 8-liða úrslitin. „Þetta var ekkert sturlaður leikur hjá okkur en samt vorum við með þægilega forystu allan tímann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið í „cruise control“, en við gerðum okkar. Auðvitað eru hlutir sem þarf að fínpússa og þeir eru klókir allan tímann. Síðan eru nokkur færi sem fóru forgörðum hjá okkur. Þetta er leikur mistaka og það lið sem gerir færri endar sem sigurvegari. Mér fannst við nokkuð yfirvegaðir í dag, og flottir,“ sagði Gísli. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli eftir sigurinn gegn Egyptum „Pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum“ Gísli gerði hverja árásina á fætur annarri á vörn Egypta en fannst hann ekki alltaf uppskera eins og til var sáð, vegna þýska dómaraparsins: „Það fer svakalega í taugarnar á mér að þeir leyfi ekki leiknum að fljóta aðeins lengur. Mér fannst svakalega mikið um að þeir fengju að gera aðeins meira, og beðið með flautið, en svo var það öfugt hjá okkur. Það var alveg 2-3 sinnum þar sem það var klárt víti en eins og þeir hefðu tekið fyrir fram ákvörðun um að dæma ekki víti. Það er margt í þessu auðvitað, en maður þarf bara að halda áfram. Ef við gerum okkar hundrað prósent eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gísli og hélt áfram: „Það er pirrandi að þurfa alltaf að gera eitthvað úr hlutunum til að fá eitthvað. En í Guðanna bænum, hvað er í gangi? Ég er jákvæður hérna! Króatar eru næsti leikur, hérna í Zagreb. Ég veit ekki hvað höllin hérna tekur marga en ég er ógeðslega spenntur fyrir andrúmsloftinu sem verður hérna,“ sagði Gísli sem eins og allir Íslendingar bíður nú afar spenntur fyrir leiknum við Króata á föstudagskvöld. Gæsahúð allan tímann vegna áhorfenda Þar vonast Hafnfirðingurinn eftir sams konar stuðningi og í kvöld en hann var hæstánægður með íslensku áhorfendurna: „Gæsahúð, án gríns, allan tímann. Þau mættu með hnefann uppi og að sjá þennan bláa vegg í horninu er alveg geðveikt. Það gefur okkur þessi extra prósent og í svona erfiðum leikjum þá eru það svona hlutir sem skiptir máli. Djöfull er ég sáttur með stuðningsmennina.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36 „Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. 22. janúar 2025 21:36
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. 22. janúar 2025 21:20