Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 16:46 Cole Palmer hefur slegið í gegn síðan að hann var keyptur til Chelsea frá Manchester City. Getty/Julian Finney Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra. Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira