Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 13:34 Domen Makuc á ferðinni gegn Kúbverjum í Zagreb á laugardaginn. getty/Luka Stanzl Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02