Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. janúar 2025 09:30 Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær Vísir/EPA Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira