Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 09:02 Orri Freyr Þorkelsson hefur verið markahæsti leikmaður íslenska liðsins í tveimur fyrstu leikjunum. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Úrslitin ráðast í kvöld í riðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta en þá fer fram lokaumferð G-riðilsins. Ísland og Slóvenía eru bæði komin áfram í milliriðil en mætast í kvöld í úrslitaleik riðilsins. Þetta er í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli því þau munu taka þessi úrslit með sér yfir í milliriðilinn, bæði stig og markatölu. Slóvenía og Ísland eru fyrir leik með jafnmörg stig og sama nettó í markatölu eftir tvo fyrstu leikina. Báðar þjóðir eru með fjögur stig og +34 í markatölu. Slóvenar eru hins vegar í fyrsta sætinu á fleiri mörkum skoruðum. Það þýðir líka að Slóvenum nægir jafntefli í kvöld til að vinna riðilinn. Þrátt fyrir þá staðreynd gæti íslenska liðið samt byrjað ofar í töflunni í milliriðlinum. Ástæðan fyrir því er að þjóðirnar taka úrslitin með sér á móti þeim þjóðum sem fara líka upp úr riðlinum. Komist Grænhöfðaeyjar áfram þá er það betra fyrir íslenska landsliðið. Ísland vann Grænhöfðaeyjar með þrettán marka mun en Slóvenar létu sér nægja tólf marka sigur. Slóvenar unnu Kúbu með 22 marka mun en íslenska liðið vann Kúbverja með 21 marks mun. Það hentar því Slóvenum örlítið betur ef Kúba vinnur Grænhöfðaeyjar í dag og tryggir sig inn í milliriðilinn. Geri Ísland og Slóvenía jafntefli og Grænhöfðaeyjar vinna Kúbu þá kemur fyrrnefnd staða upp. Slóvenía vinnur þá riðilinn en Ísland verður samt ofar en slóvenska liðið í milliriðlinum. Stigin tvö sem eru í boði í kvöld eru hins vegar íslenska liðinu lífsnauðsynleg í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það verður því hart barist í leiknum í kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í riðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta en þá fer fram lokaumferð G-riðilsins. Ísland og Slóvenía eru bæði komin áfram í milliriðil en mætast í kvöld í úrslitaleik riðilsins. Þetta er í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli því þau munu taka þessi úrslit með sér yfir í milliriðilinn, bæði stig og markatölu. Slóvenía og Ísland eru fyrir leik með jafnmörg stig og sama nettó í markatölu eftir tvo fyrstu leikina. Báðar þjóðir eru með fjögur stig og +34 í markatölu. Slóvenar eru hins vegar í fyrsta sætinu á fleiri mörkum skoruðum. Það þýðir líka að Slóvenum nægir jafntefli í kvöld til að vinna riðilinn. Þrátt fyrir þá staðreynd gæti íslenska liðið samt byrjað ofar í töflunni í milliriðlinum. Ástæðan fyrir því er að þjóðirnar taka úrslitin með sér á móti þeim þjóðum sem fara líka upp úr riðlinum. Komist Grænhöfðaeyjar áfram þá er það betra fyrir íslenska landsliðið. Ísland vann Grænhöfðaeyjar með þrettán marka mun en Slóvenar létu sér nægja tólf marka sigur. Slóvenar unnu Kúbu með 22 marka mun en íslenska liðið vann Kúbverja með 21 marks mun. Það hentar því Slóvenum örlítið betur ef Kúba vinnur Grænhöfðaeyjar í dag og tryggir sig inn í milliriðilinn. Geri Ísland og Slóvenía jafntefli og Grænhöfðaeyjar vinna Kúbu þá kemur fyrrnefnd staða upp. Slóvenía vinnur þá riðilinn en Ísland verður samt ofar en slóvenska liðið í milliriðlinum. Stigin tvö sem eru í boði í kvöld eru hins vegar íslenska liðinu lífsnauðsynleg í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það verður því hart barist í leiknum í kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira