Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2025 22:52 Það var létt yfir strákunum eftir leik. vísir/vilhelm Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið. Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Góðu tíðindin fyrir leik voru þau að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var mættur aftur í liðið. Fyrr en áður hafði verið búist við. Fyrirliðinn stökk beint í byrjunarliðið. Setti upp sýningu í korter, hneigði sig og yfirgaf sviðið. Hann kom inn í liðið á kostnað Hauks Þrastarsonar. Margir horfðu til þess að Haukur kæmi sterkur inn í liðið á þessu móti og myndi jafnvel fá þennan leik til þess að skjóta sig í gang. Svo fór ekki og þjálfarinn virðist hafa meiri trú á öðrum leikmönnum sem vissulega eru allir gæðamiklir. Verður áhugavert að sjá hvort Haukur komi aftur inn í hópinn á mótinu. Ef við rýnum í þennan fáranlega handboltaleik að þá voru vissulega framfarir. Liðið hélt haus allan leikinn og gerði það sem það átti að gera - rústa þessu hörmulega kúbverska liði. Það komu allir með sitt að borðinu og þetta var virkilega fagmannlega gert hjá strákunum okkar. Viktor Gísli lítur vel út í markinu og virkar í frábæru standi. Gamli maðurinn á bekknum hefur líka heilmikið fram að færa. Það var sömuleiðis gott að sjá að Aron virðist vera laus við meiðslin en ekki var annað að sjá en að hann hefði beitt sér af fullum krafti og væri heill heilsu. Það lá alltaf fyrir að þessir tveir fyrstu leikir væru algjör skylduverkefni. Heilt yfir segja þeir okkur ekkert sérstaklega mikið en það sem við sjáum lofar þó góðu. Nú byrjar fjörið. Fram undan er leikur við Slóvena sem er ekki bara lokaleikur riðilsins því hann er í raun líka fyrsti leikur milliriðils þar sem sigurvegari leiksins fær mikilvæg stig með sér inn í milliriðilinn. Í þeim slag duga engin vettlingatök og í þeim leik fáum við raunverulega einhver svör við þvi hvar okkar lið er statt. Nú má loksins byrja að poppa.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira