Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 21:07 Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslunnar en hún er hér með lækninum Söru Líf Sigsteinsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga
Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira