Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 13:01 Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins. „Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
„Katastrófa,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhannsson kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Númerið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhannsson er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“ Sveinn var kallaður inn í landsliðshópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist í æfingarleik gegn Svíum í aðdraganda mótsins. „Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með einhverjar ráðstafanir ef það þarf að taka einhvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýrmætar mínútur, þetta skiptir máli.“ Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot Einar tók undir það að þarna hafi farið dýrmætar mínútur í súginn hjá Sveini „Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitthvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi einhverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýrmætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðningsmenn Íslands sem fá ekki lands, leikmenn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyjulausir á Íslandi.“ Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðningsfólk Íslands að fá nýju lands frá Adidas. Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira