Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:31 Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað eru stoltir af glænýju hóteli og íbúðarhúsi á Vatnsstíg, sem eru svo gott sem tilbúin. Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum. Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2. Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira
Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2.
Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Sjá meira