„Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 12:03 Jón Halldór Eðvaldsson er mættur aftur í þjálfun ásamt Sigurði Ingimundarssyni félaga sínum. Stöð 2 Sport Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá ráðningu Sigurðar Ingimundarsonar og Jóns Halldórs Eðvaldssonar í stöðu þjálfara kvennaliðs félagsins í gær. Þessir miklu reynsluboltar, sem eru með nokkra titla á milli sín og hafa báðir gert kvennalið Keflavíkur að Íslands- og bikarmeisturum áður, voru hættir þjálfun en þegar að kallið kom frá félaginu þeirra gátu þeir ekki litið undan. „Það er bara svoleiðis. Staðan var bara þannig að stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur talaði við okkur á sunnudaginn. Við gátum ekki annað gert en að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þessu máli. Ég og Siggi erum rosalega góðir vinir innan sem utan körfuboltans. Verjum töluverðum tíma saman og höfum alltaf gert. Þetta verður bara fínt. Það er á hreinu að hann ræður og ég fylgi með.“ Gengi Keflavíkur, sem er ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistari, hefur verið undir væntingum á tímabilinu. Liðið er fallið úr leik í bikarkeppninni og mun ekki verja titil sinn þar en í Bónus deildinni er allt opið. Eftir meiðslahrjáða byrjun og taktleysi er Keflavík samt sem áður í 3.sæti Bónus deildarinnar, gæði leikmanna liðsins eru óumdeild en nú þarf að finna rétta taktinn. Fyrsta æfing undir stjórn Sigurðar og Jóns Halldórs fór fram í gær. Fyrsti leikur er í kvöld gegn Grindavík. „Þetta gerist náttúrulega allt svo rosalega hratt. Þessi æfing var kannski ekkert merkileg í gær. Við vorum bara að sjá hver staðan væri, það var stuttur fundur fyrir æfingu og svo var farið í að undirbúa þennan leik sem er á eftir. Knappur tími og kannski ekki hentugast í heimi að taka að sér þjálfun á sunnudegi og spila leik á þriðjudegi. Menn vilja yfirleitt lengri undirbúning en við þurfum bara að komast í gegnum daginn í dag og þá höfum við viku í næsta leik.“ Keflavík sópaði upp öllum titlum sem í boði voru á síðasta tímabili Vísir/Diego „Ef andstæðingurinn skorar ekkert stig þá vinnum við ef við skorum eitt stig“ Leikur Keflavíkur og Grindavíkur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld og leiðin að sigri fyrir Keflavík er ekki flókin þegar að maður heyrir útskýringar Jóns Halldórs á leikplaninu. „Bara spila vörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Ef andstæðingurinn skorar ekkert stig þá vinnum við ef við skorum eitt stig. Þetta er bara þar. Spila vörn, allt í botni, allan leikinn.“ Keflavík í þriðja sæti Bónus deildarinnar þegar deildin er rétt rúmlega hálfnuð og góður tími til að byggja upp ágætis takt. Eru Sigurður og Jón Halldór bjartsýnir á að geta landað Íslandsmeistaratitlinum á nýjan leik? „Þeir sem þekkja okkur vita að við förum í þetta fullir bjartsýni og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum var lagt af stað með fyrir tímabilið. Þeir sem þekkja Keflavík vita að það er alltaf lagt af stað með það fyrir stafni að vinna. Það hefur ekkert breyst. Auðvitað ætlum við að reyna vinna. Þetta hefur verið brösug byrjun en við skulum vona að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar og fengið þetta til að líta betur út á næstu misserum.“ Sara Rún Hinriksdóttir er ein af lykilleikmönnum Keflavíkur. Vísir/Diego „Hefðum aldrei farið í þetta ef þetta hefði verið einhver annar klúbbur“ Eftir töluverðan tíma fjarri baráttunni innan vallar og hliðarlínunni, er kominn fiðringur í þig fyrir því að taka þér aftur stöðu á hliðarlínunni í kvöld? „Á sunnudaginn klukkan þrjú var enginn fiðringur og enginn áhugi á að fara aftur í þjálfun. Svo mætti maður upp í íþróttahús í gær til þess að vera í kringum allt þetta batterí okkar sem er ótrúlega flott og fallegt. Við skulum orða það þannig að ég vaknaði fimm í morgun. Ég er það spenntur.“ Sigurður og Jón Halldór sömdu við körfuknattleiksdeild Keflavíkur út yfirstandandi tímabil. Ef vel gengur er möguleiki á því að þið tjaldið lengur en til einnar nætur? „Við skulum bara byrja á þessu,“ svarar Jón Halldór hlæjandi. „ Eitt skref í einu og allt það. Nei við réðum okkur bara út tímabilið. Vonandi koma svo einhverjir öflugir aðilar inn í þetta á eftir okkur. Við erum bara að leggja klúbbnum okkar lið. Við hefðum aldrei farið í þetta ef þetta hefði verið einhver annar klúbbur. Bónus-deild kvenna Körfubolti Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
„Það er bara svoleiðis. Staðan var bara þannig að stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur talaði við okkur á sunnudaginn. Við gátum ekki annað gert en að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þessu máli. Ég og Siggi erum rosalega góðir vinir innan sem utan körfuboltans. Verjum töluverðum tíma saman og höfum alltaf gert. Þetta verður bara fínt. Það er á hreinu að hann ræður og ég fylgi með.“ Gengi Keflavíkur, sem er ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistari, hefur verið undir væntingum á tímabilinu. Liðið er fallið úr leik í bikarkeppninni og mun ekki verja titil sinn þar en í Bónus deildinni er allt opið. Eftir meiðslahrjáða byrjun og taktleysi er Keflavík samt sem áður í 3.sæti Bónus deildarinnar, gæði leikmanna liðsins eru óumdeild en nú þarf að finna rétta taktinn. Fyrsta æfing undir stjórn Sigurðar og Jóns Halldórs fór fram í gær. Fyrsti leikur er í kvöld gegn Grindavík. „Þetta gerist náttúrulega allt svo rosalega hratt. Þessi æfing var kannski ekkert merkileg í gær. Við vorum bara að sjá hver staðan væri, það var stuttur fundur fyrir æfingu og svo var farið í að undirbúa þennan leik sem er á eftir. Knappur tími og kannski ekki hentugast í heimi að taka að sér þjálfun á sunnudegi og spila leik á þriðjudegi. Menn vilja yfirleitt lengri undirbúning en við þurfum bara að komast í gegnum daginn í dag og þá höfum við viku í næsta leik.“ Keflavík sópaði upp öllum titlum sem í boði voru á síðasta tímabili Vísir/Diego „Ef andstæðingurinn skorar ekkert stig þá vinnum við ef við skorum eitt stig“ Leikur Keflavíkur og Grindavíkur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld og leiðin að sigri fyrir Keflavík er ekki flókin þegar að maður heyrir útskýringar Jóns Halldórs á leikplaninu. „Bara spila vörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Ef andstæðingurinn skorar ekkert stig þá vinnum við ef við skorum eitt stig. Þetta er bara þar. Spila vörn, allt í botni, allan leikinn.“ Keflavík í þriðja sæti Bónus deildarinnar þegar deildin er rétt rúmlega hálfnuð og góður tími til að byggja upp ágætis takt. Eru Sigurður og Jón Halldór bjartsýnir á að geta landað Íslandsmeistaratitlinum á nýjan leik? „Þeir sem þekkja okkur vita að við förum í þetta fullir bjartsýni og ætlum að gera allt sem við getum til að hjálpa liðinu að ná þeim markmiðum var lagt af stað með fyrir tímabilið. Þeir sem þekkja Keflavík vita að það er alltaf lagt af stað með það fyrir stafni að vinna. Það hefur ekkert breyst. Auðvitað ætlum við að reyna vinna. Þetta hefur verið brösug byrjun en við skulum vona að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar og fengið þetta til að líta betur út á næstu misserum.“ Sara Rún Hinriksdóttir er ein af lykilleikmönnum Keflavíkur. Vísir/Diego „Hefðum aldrei farið í þetta ef þetta hefði verið einhver annar klúbbur“ Eftir töluverðan tíma fjarri baráttunni innan vallar og hliðarlínunni, er kominn fiðringur í þig fyrir því að taka þér aftur stöðu á hliðarlínunni í kvöld? „Á sunnudaginn klukkan þrjú var enginn fiðringur og enginn áhugi á að fara aftur í þjálfun. Svo mætti maður upp í íþróttahús í gær til þess að vera í kringum allt þetta batterí okkar sem er ótrúlega flott og fallegt. Við skulum orða það þannig að ég vaknaði fimm í morgun. Ég er það spenntur.“ Sigurður og Jón Halldór sömdu við körfuknattleiksdeild Keflavíkur út yfirstandandi tímabil. Ef vel gengur er möguleiki á því að þið tjaldið lengur en til einnar nætur? „Við skulum bara byrja á þessu,“ svarar Jón Halldór hlæjandi. „ Eitt skref í einu og allt það. Nei við réðum okkur bara út tímabilið. Vonandi koma svo einhverjir öflugir aðilar inn í þetta á eftir okkur. Við erum bara að leggja klúbbnum okkar lið. Við hefðum aldrei farið í þetta ef þetta hefði verið einhver annar klúbbur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira