Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2025 21:04 Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með bræðurna Frosta og Snæ, sem mættu óvænt í heiminn í byrjun ársins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Geiturnar hjá Önnu Maríu Flygenring á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eiga ekki að bera fyrr en í apríl en mamma kiðlinganna, sem heitir Kvika lág eitthvað á og bar kiðlingunum í upphafi nýs árs. „Þetta var alveg óvænt, þetta er svona vorboði, sem maður átti alls ekkert von á. Burðurinn kom mér skemmtilega á óvart, heldur betur. Svo verða þetta náttúrulega algjör dekurdýr því þeir verða knúsaðir svolítið mikið og oft væntanlega,” segir Anna María. „Þeir byrja strax að kunna að meta knús. Þú sérð það, þeir eru strax að láta sér líka vel að láta klóra sér,” bætir hún við. Ekki er vitað hver faðir Frosta og Snæs er en tveir hafrar koma til greina. „Já, þessi heitir Lennon en hann gæti verið pabbi kiðanna og svo kemur Lubbi líka til greina”, segir Anna María hlæjandi. Og hér er hafurinn Lennon, sem gæti verið faðir kiðanna eins og Lubbi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María segir að geitur séu mjög gáfaðar. „Já, ég segi stundum að þær séu of gáfaðar og þess vegna þyki mönnum þær leiðinlegar af því að þær skáka manninum í vitsmunum stundum. Þær vita sínu viti. Ef þú ert til dæmis einhvern tímann vondur við geit, hún gleymir því ekki, hún fyrirgefur það aldrei.” Hafurinn Lubbi gæti verið faðir kiðanna en Lennon kemur líka til greina.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvetur Anna María þá sem geta að hafa aðstöðu að fá sér geitur? „Já, já, það er bara skemmtilegt og gagnlegt og það eru svo auðvelt að umgangast þær, þær eru ekki hættulegar”. Bærinn Hlíð, þar sem Anna María er með geiturnar sínar en þar er líka rekið myndarlegt kúabú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira