Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2025 15:01 Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar