„Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. janúar 2025 22:25 Pétur Ingvarsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn. „Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
„Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira