Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 17:31 Jesper Jensen gaf Þóri Hergeirssyni kveðjugjöf á blaðamannafundinum eftir úrslitaleik EM. Þórir var þá að stýra norska landsliðinu í síðasta skiptið. Getty/Andrea Kareth Jesper Jensen hefur ákveðið að hætta sem þjálfari danska kvennalandsliðsins í handbolta. Danska handboltasambandið segist vera mjög vonsvikið með ákvörðun þjálfarans. Jensen átti eitt ár eftir af samningi sínum en hann vildi hætta ári fyrr. „Við erum virkilega vonsvikin með það að Jesper Jensen vilji ekki vera landsliðsþjálfari lengur. Við höfðum hlakkað til áframhaldandi samstarfs en við virðum líka ákvörðun hans að þurfa á tilbreytingu að halda eftir fimm ár í starfinu,“ sagði Morten Henriksen, íþróttastjóri danska sambandsins. Danska landsliðið hefur verið að gera mjög góða hluti undir stjórn Jensen síðustu ár. Liðið hefur unnið tvenn silfurverðlaun og þrenn silfurverðlaun á stórmótum sinum frá því fyrsta undir hans stjórn árið 2020. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta Evrópumóti en tapaði þá fyrir norska landsliðinu. Þórir Hergeirsson var þá að stýra norska landsliðinu í síðasta sinn en nú er líka ljóst að þetta var síðasti leikur danska liðsins á stórmóti undir stjórn Jensen. „Ég vissi það fyrir Evrópumótið að ég vildi hætta með liðið,“ sagði Jesper Jensen í viðtali við danska ríkisútvarpið. Hann segist sakna þess að vera þjálfari félagsliðs. Hann hringdi í íþróttastjóri danska handboltasambandsins stuttu eftir EM og sagði frá ákvörðun sinni. „Þetta var erfið ákvörðun því ég hef haft svo gaman af því að vera landsliðsþjálfari,“ sagði Jansen. Hann mun leita sér að félagsliði til að þjálfa og segist þegar hafa heyrt af áhuga. Danska handboltasambandið hefur jafnframt hafið leit að nýjum landsliðsþjálfara en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á HM í desember þökk sé því að liðið komst í undanúrslit á EM. Jensen mun aðstoða landsliðskonurnar efrir fremsta megni þar til að nýr þjálfari finnst. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. 8. janúar 2025 07:30 Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. 5. janúar 2025 12:08 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Jensen átti eitt ár eftir af samningi sínum en hann vildi hætta ári fyrr. „Við erum virkilega vonsvikin með það að Jesper Jensen vilji ekki vera landsliðsþjálfari lengur. Við höfðum hlakkað til áframhaldandi samstarfs en við virðum líka ákvörðun hans að þurfa á tilbreytingu að halda eftir fimm ár í starfinu,“ sagði Morten Henriksen, íþróttastjóri danska sambandsins. Danska landsliðið hefur verið að gera mjög góða hluti undir stjórn Jensen síðustu ár. Liðið hefur unnið tvenn silfurverðlaun og þrenn silfurverðlaun á stórmótum sinum frá því fyrsta undir hans stjórn árið 2020. Liðið fór alla leið í úrslitaleikinn á síðasta Evrópumóti en tapaði þá fyrir norska landsliðinu. Þórir Hergeirsson var þá að stýra norska landsliðinu í síðasta sinn en nú er líka ljóst að þetta var síðasti leikur danska liðsins á stórmóti undir stjórn Jensen. „Ég vissi það fyrir Evrópumótið að ég vildi hætta með liðið,“ sagði Jesper Jensen í viðtali við danska ríkisútvarpið. Hann segist sakna þess að vera þjálfari félagsliðs. Hann hringdi í íþróttastjóri danska handboltasambandsins stuttu eftir EM og sagði frá ákvörðun sinni. „Þetta var erfið ákvörðun því ég hef haft svo gaman af því að vera landsliðsþjálfari,“ sagði Jansen. Hann mun leita sér að félagsliði til að þjálfa og segist þegar hafa heyrt af áhuga. Danska handboltasambandið hefur jafnframt hafið leit að nýjum landsliðsþjálfara en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á HM í desember þökk sé því að liðið komst í undanúrslit á EM. Jensen mun aðstoða landsliðskonurnar efrir fremsta megni þar til að nýr þjálfari finnst.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. 8. janúar 2025 07:30 Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. 5. janúar 2025 12:08 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27
„Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Hvernig fer maður að því að vinna til 17 verðlauna á stórmótum á 15 árum? Fáir þekkja slíka velgengni en Þórir Hergeirsson gerir það svo sannarlega. Nokkrir þættir þurfa að vera til staðar. 8. janúar 2025 07:30
Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. 5. janúar 2025 12:08